anna skvísindakona

miðvikudagur, 24. september 2008

Í skólanum í dag var mér sýnd röntgenmynd af manni sem hafði stungið sjampóbrúsa uppí rassinn á sér. Ég olli sjálfri mér miklum vonbrigðum sem skvísindakona, að geta ekki greint hvaða tegund þetta var.

anna skvísindakona @ 14:43 |

miðvikudagur, 17. september 2008

Ég held að ég sé eina manneskjan í bekknum mínum sem er ennþá að bíða eftir að leiðbeinendur skili einkunn fyrir rannsóknarverkefnishryllinginn.

Með þeim fyrirvara að leiðbeinandinn minn þar skilur ensku en ekki íslensku, þá vona ég að deCode fari á hausinn í dag. Ó svo sannarlega.

anna skvísindakona @ 09:48 |

sunnudagur, 14. september 2008

Tilkynningtilkynning!

Fellibylurinn Ikea gengur nú yfir Texas. BILLY bókaskápar & MALM kommóður á frábæru verði.

Djók

Ef Eimskip breyta nafninu sínu í Geimskip, þá skal ég styrkja þá um 5000kall.

Djók

(Ég er í prófum & er í fullum rétti að hlæja að svona ótrúlega glötuðu skrípói).

anna skvísindakona @ 21:56 |

föstudagur, 12. september 2008

Ég lenti í ömurlegu atviki í dag þegar ég var í smásjárprófi í blóðmeinafræði. Ég sá neutrophil sem var með kjarna í laginu eins & Ísland & gat ekki sagt neinum frá því.

anna skvísindakona @ 17:03 |