Stundum finnst mér eins & ég sé í falinni myndavél. Til dæmis þegar ég var látin framkvæma endaþarmsskoðun í fyrsta skipti.
anna skvísindakona @ 13:16 |
fimmtudagur, 9. október 2008
Herregud, það er að koma kreppa. Ég ætla á Kringlukast að hamstra að mér kjólum & gullskóm, enda gæti ég trúað að það verði mikill skortur á slíkri munaðarvöru. Veit einhver hvar ég get fengið gellulegan tenniskjól? Getur verið að Davíð sé að hefna sín á mér persónulega að blása til kreppu rétt áður en ég á afmæli? Ég vil engar europris afmælisgjafir sko, byrjiði bara að safna!
Skvísindakonan mælir með:
* Í góðærinu festi ég kaup á mjög elegant vatnskaröflu. Þá þótti öllum ég vera frekar hallærisleg af því að enginn vildi drekka vatn & allir vildu drekka kók eða bjór með matnum. En hún er klók stelpan & skipaði svo fyrir að allir yrðu að drekka eitt glas af vatni áður en þeir fengju sér eitthvað annað að drekka-af því að það er svo hollt. Raunin var auðvitað sú að ég vildi bara glenna flotta Iittala stellið mitt. Hah, núna þyki ég bara hagsýn húsmóðir að hafa gert svona skynsamleg kaup með karöflunni minni & skipað öllum að drekka vatn. Þetta er allt saman spurning um að standa þessa kreppu af sér með stæl.
*
Sláturseason. Ekki samt að borða þetta stöff, oj nei! Nú er rétti tíminn að öll fjölskyldan skreppi út í bónus & kaupi hjörtu & nýru til að kryfja. Nýrun eru sérstaklega skemmtileg, þó að það sé helvítis hlandlykt af þeim. Myndir
hér &
hér
anna skvísindakona @ 22:25 |
föstudagur, 3. október 2008
Í gær héldum ég & rauðvínsbeljan mín bekkjarpartý fyrir hóp af níu ára skvísum. Ég sá um að elda, hún sá um að tala. Það gekk bara ágætlega.
anna skvísindakona @ 22:07 |