anna skvísindakona

miðvikudagur, 21. janúar 2009

Akkúrat núna er líf mitt rosaskemmtilegt. Ég byrjaði á nýrnadeildinni á mánudaginn & var búin að kvíða því alla önnina en svo reyndist það vera ótrúlega spennandi. & challenging. Þessa dagana standa líka yfir læknadagar & þeir eru glúrnasta fyrirbæri okkar tíma. Þetta er eins & tívolí þar sem valið stendur milli mjög áhugaverðra fyrirlestra & svo eru lyfjafyrirtækin með litríka kynningarbása & keppast um að hremma mann til að taka þátt í getraunum sem þau veita verðlaun fyrir & moka í mann eðalkaffi & nammi. Í bæði gær & dag held ég að ég hafi yfirgefið ráðstefnuna með blóðsykur upp á þriggja stafa tölu & fulla tösku af goodies. Pælið líka í þessu: Bóndadagurinn er einn dagur, sjómannadagurinn: einn dagur, mæðradagurinn: einn. Læknadagar: fimm. Ég er klárlega á réttri hillu. Janúar er nýi uppáhaldsmánuðurinn minn.

Á kvöldin fer ég svo í ballett & hlusta gettu betur í bílnum á leiðinni heim. Ég gæti bara ekki verið kátari þó að rassinn dytti af mér & breyttist í gull!

Skvísindakonan mælir með:
* Að mótmæla hressilega & skrölta svo uppeftir á útsöluna í 12 tónum, sem er notabene eina almennilega útsalan sem ég hef farið á this season- & hef ég nú farið á þær margar. Við hinar búðirnar vil ég segja þetta: Ef þið ætlið ekki að vera í þeim stóra hópi fyrirtækja sem fer á hausinn nú á næstunni, þá skuluð þið hætta þessu helvítis rúnki & bjóða upp á almennilega útsölu. Fyrr verslum við ekki við ykkur! Ef ég hef ekki efni á kjólunum í Karen Millen, þá er mér alveg sama þó að hún fari á hausinn.
* Túlípönum. Ó þeir eru svo glaðlegir í skammdeginu. & í vasa í stofunni hjá mér núna, þökk sé myndalega kærastanum mínum.

anna skvísindakona @ 22:40 |

fimmtudagur, 15. janúar 2009

Hversu klókar eru þær 7% kvenna sem fá hyperthyroidisma stuttu eftir að þær eignast barn?! Ekki bara verða þær mjóar fljótlega heldur líka alveg tjúllaðar, þannig að krakkinn (& allir!) þora ekki öðru en að hlýða. Náttúran er smart, ó já svo smart.

Skvísindakonan mælir með:
*Ballett. Hljómar kannski paradoxial af því að jólin léku mig svo grátt að ég lít út eins & aligrís þessa dagana, en hólímólí hvað það er gaman að vera byrjuð aftur í ballett. & núna er ég líka orðin alveg sjúk í einhver gelluleg ballettföt, þá sérstaklega pils sem svífur um loftin þegar ég geri pírúett. Hver segir að maður geti ekki verið tignarlegur þó að maður sé smá eins & grís?
* Laxness. Hvenær er rétti tíminn til að lesa Laxness ef ekki í kreppu eins & þessari? Eða kannski er ég bara að finna mér hvað sem er að gera annað en að lesa fyrir próf sem er á næstu grösum.

anna skvísindakona @ 21:10 |