anna skvísindakona

mánudagur, 9. mars 2009

Um helgina keypti ég mér tvenn pör af flatbotna skóm, eitt gulllitað & annað með pallíettum. Einhverjum gæti þótt það voða gaman, en ég varð bara leið & fannst þetta álíka spennandi & að kaupa mér jogginggalla eða borga skatta. Mér leiðast flatbotna skór & hef þess vegna hvorki eytt tíma né peningum í þá hingað til.

Nú eru ekki nema tveir mánuðir, 60 dagar, þar til ég get aftur farið að spóka mig um á háum hælum & það er eins gott að það verði ekkert vesen!

Af því að ef ég get ekki farið aftur á hælaskóna mína, þá hef ég ekkert betra að gera við þessi 50 pör sem ég á en að leita uppi krakkahelvítið sem keyrði á mig & grýta hann til óbóta með þeim.

anna skvísindakona @ 18:54 |



Æskuvinkona mín hún Barbie er fimmtug um þessar mundir. Ég vil að sjálfsögðu óska dömunni til hamingju á þessum tímamótum.

Núna er ég að losna við hækjurnar & vil af því tilefni skála fyrir öllum sem stóðu undir þessu veseni: Ásgeiri mínum fyrir að vera bæði mamman & pabbinn á heimilinu, krökkunum í læknó sem sýndu mér alveg nýja & mjög alúðlega hlið á sér, þá sérstaklega Guðrúnu Eiríks & Þóru Lísu fyrir að vera bitrar með mér á ögurstundu & Ásgeiri memmér í bekk fyrir að pimpa hækjurnar. Síðast en ekki síst vil ég skála fyrir Mangó fyrir að vera alltaf algjört ljós & skutlast með mig í hjólastól um Ikea.

Umtalsvert minna skál fá innskriftarhjúkkurnar á Hringbraut fyrir að leyfa mér aldrei að gleyma að þær hefðu nú farið á fyrirlestur um hækjur & vissu þessvegna allt um hvernig væri að staulast um á hækjum. Einmitt já!

anna skvísindakona @ 18:01 |

föstudagur, 6. mars 2009

Muniði þegar maður var lítill & fannst geðveikt spennandi & töff að vera á hækjum? Það er rangt, alrangt. Eftir að ég ristarbrotnaði í bílslysi hef ég verið á hækjum & ég get fullyrt að ég hef ekki skemmt mér jafn illa síðan ég sá leikritið Óskastjörnuna í Þjóðleikhúsinu. Einu sinni hélt ég líka að maður styrktist við að vera á hækjum & ég hugsaði með mér að þetta væri ekki alslæmt, kannski fengi ég Chuck Norris handleggi. Það er líka rangt. Maður verður bara þreyttur & aumingjalegur.

Ég er ekki alveg viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir þessu.

anna skvísindakona @ 00:17 |