anna skvísindakona

miðvikudagur, 29. apríl 2009

Ég var að velta fyrir mér varðandi stelpuna sem kúkaði í kjörklefa & skeindi sér á kjörseðlinum... Ætli hústökuvinum hennar finnist ekki pínku lúðalegt að hún hafi kosið í Grafarvogi en ekki 101?

Vandræðalegt!

anna skvísindakona @ 01:01 |

föstudagur, 17. apríl 2009

Ókosturinn við að búa á neðstu hæð í blokk er að ef zombiefaraldur brýst út, þá er maður screwed. Ég verð bara að vona að ég geti varið mig með Manolo Blahnik skóhorninu mínu ef í hart fer.

Skvísindakonan mælir með:
* Nizza með frönsku nouggat. Það er bara eins & ef nizza & toblerone had a lovechild. Trés fantastique!
* Sommer er þvílíkt klassadrama. Danirnir kunna þetta. Þeir kunna líka að hanna stóla, hygge sig & búa til smørrebrød en það er annað mál.

anna skvísindakona @ 13:42 |

þriðjudagur, 7. apríl 2009

Um megrunarkúra

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég komst að því að danski kúrinn gengur út á að borða geðveikt mikið grænmeti. Þar til nýlega hélt ég að uppistaðan í danska kúrnum væri súkkulaði & rauðvín & að maður ætti að mála bæinn rauðan, synda í sjónum, ergja nágrannana með allskonar hávaða & fara á deit á hverju kvöldi. Þannig var allavega lífstíllinn þegar ég bjó í Kaupmannahöfn & ég varð mjó af því.

Undanfarnar vikur er ég búin að vera á skilnaðarkúrnum & ég er ekki orðin neitt mjó. Ég hlýt bara að vera með einhvern sjúkdóm...

anna skvísindakona @ 14:46 |

sunnudagur, 5. apríl 2009

Í gær fór ég á skurðlæknaballið & þar var rosafjör. Skurðlæknaböll eru líka mjög gæjaleg social events, eiginlega bara þau flottustu á eftir óskarsverðlaunaafhendingum & konunglegum brúðkaupum.


Annars ákvað ég í vikunni eftir að við vinkonurnar fengum allar hundleiðinlega & deprimerandi málshætti í páskaeggjunum okkar, að páskaegg eru bara rugl. Í staðinn fyrir þau ætla ég bara að fá mér eitthvað gott súkkulaði & fatta sjálf upp á einhverju sniðugu til að segja.

anna skvísindakona @ 17:11 |