anna skvísindakona

fimmtudagur, 28. maí 2009

Sko þegar ég sagði geðbiluðu skurðhjúkkum, þá var ég auðvitað bara að djóka. Þær eru rosalega góðar. Innskriftarhjúkkurnar á Hringbraut líka.


Hlakka geðveikt til að fara að vinna með þessum indælu konum.

anna skvísindakona @ 12:33 |

fimmtudagur, 21. maí 2009

Úff, svona daginn fyrir próf, þegar taugarnar eru farnar að bíta mann, þá velti ég því fyrir mér af hverju ég ákvað að verða læknir en ekki valíumkelling.

anna skvísindakona @ 19:18 |

mánudagur, 18. maí 2009

Henoch-Schönlein purpura hlýtur að teljast fúlasti sjúkdómurinn í ICD-10 í dag. Í honum mætast borulegustu viðfangsefni lyflæknisfræðinnar: Glomerulonephritar & vasculitar.

Skvísindakonan segir:
Munum eftir sólarvörninni! Með hverju árinu sem líður verða skemmdir á húðinni & 90% af þeim skemmdum eru af völdum sólarinnar. & takið nú vel eftir: Þessar skemmdir eru óafturkræfar. Maður verður kannski frísklegur & brúnn en til lengri tíma, þá verður maður bara eins & gamall leðurjakki í framan- að ég tali nú ekki um hættuna á að fá sortuæxli.
Þess vegna á maður aldrei að fara neðar en SPF 15 í sólarvörn, þó að maður sé á Íslandi. Það er bara rugl að maður verði ekki brúnn þegar maður er með sólarvörn. Allavega er ég heltönuð & freknótt eftir að hafa lesið úti í sólinni með sólarvörn undafarna daga.

anna skvísindakona @ 20:56 |

fimmtudagur, 14. maí 2009

Ef eitthvað er að marka facebook, þá á ég eftir að rústa 80's tónlistarspurningunum á medicineprófinu í næstu viku.

anna skvísindakona @ 15:13 |

miðvikudagur, 6. maí 2009

Eftir tvær vikur á bæklunarskurðstofum er ég ekkert hrædd við zombies lengur. Ekki neitt. Miðað við allt ógeðið sem ég er búin að taka þátt í þar, þá ræð ég léttilega við að nokkra zombies. Hins vegar tel ég mér stafa veruleg ógn af öllum þessum geðbiluðu skurðstofuhjúkkum.

anna skvísindakona @ 18:42 |