anna skvísindakona

þriðjudagur, 21. júlí 2009

Nú í sumar hef ég tvisvar rekist á gamla stærðfræðikennara úr MH á vappi um spítalann. Þegar þau sáu mig í skurðlæknagallanum settu þau bæði upp ljótan svip eins & þau væru að hugsa "bíddunúvið, var þessi unga dama ekki einhver algjör tossi hjá mér í gamla daga".

Þó finnst mér hæpið að þau muni í raun eftir mér, því að á þessum árum var ég svo svakalega upptekin að ég mátti ekkert vera að því að mæta í stærðfræðitíma.

Kannski eru stærðfræðikennarar bara svona í framan...

anna skvísindakona @ 23:51 |

laugardagur, 4. júlí 2009

Skvísindaakademían lýsir yfir stuðningi við að Steinunn Sigurðardóttir hafi verið valin borgarlistamaður Reykjavíkur. Prógressívt & flott múv & ég vona að listamennirnir sem dissuðu það fari nú að finna sér alvöru vinnu. Mig dreymir um að útskrifast í kjól frá þessari svakalegu fashionistu- & grunar líka að það verði raunin.

Ég prófaði að sofa í 12 tíma síðustu nótt. It was a blast, 12 tíma svefn er klárlega eitthvað fyrir mig.

anna skvísindakona @ 02:43 |