anna skvísindakona

föstudagur, 4. september 2009

Getur einhver sagt mér af hverju ég er að drepast úr harðsperrum en er ekkert orðin mjó?! Hvers konar ónáttúra er þetta eiginlega?

anna skvísindakona @ 23:59 |í dag fer ég í próf & er búin að lesa heila kennslubók í augnlæknisfræði. Samt hef ég ekki rekist á orð um siðblindu í öllu námsefninu. Merkilegt hvað þöggunin í samfélaginu er orðin rosaleg.

(Þessi fimmaur var kreistur fram til að hafa ofanaf fyrir Evu minni sem situr heima & ímyndar sér sjúkdóma til að hringja í mig útaf á meðan hún bíður eftir að lítill óþekktarangi fæðist).

:-)

anna skvísindakona @ 10:58 |

þriðjudagur, 1. september 2009

Skvísindi:
Ég tók algjöra u-beygju í afstöðu minni til þessarar leiðinlegu augnlæknisfræði þegar Reykjavík Eye Study sýndi fram á að fólk sem gengur með sólgleraugu er í minni áhættu á að mynda ský á augasteini. Þetta eru að sjálfsögðu mjög mikilvægar skvísindaniðurstöður & geta réttlætt ansi kostnaðarsöm sólgleraugnaviðskipti. Mér þykir jafnvel aðeins vænna um Tom Ford sólgleraugun mín- & hélt að það væri ekki einusinni hægt! Augnlæknar eru greinilega engin fífl.

anna skvísindakona @ 01:03 |