anna skvísindakona

þriðjudagur, 27. október 2009

Jahérna, "vísindin" eru mér svo sannarlega hliðholl þessa dagana.

Mér sýnast þetta allt vera mjög áreiðanlegar & réttmætar niðurstöður. Er Karl Philip þá útúr myndinni? Gvuð hvað hann er örugglega leiður...

anna skvísindakona @ 19:41 |

sunnudagur, 18. október 2009

Í síðustu viku var ég í verknámi á BUGL. Það var ágætt, ekki alveg minn tebolli, en ég notaði tækifærið til að lesa Vernon G. Little- sem er vandræðaúllíngalitteratúr & vel við hæfi. Maður verður samt að passa sig þarna inni. Þegar fór að líða á vikuna veiktust Friðrik & Guðrún samnemendur mínir heiftarlega. Svínaflensa segja þau, en það þarf engan rocket scientist til að sjá að þau voru greinilega smituð af úllíngaveiki. Jafnvel grunar mig að Friðrik hafi fengið barnaveiki af því að hann er svo ósköp lítill.

Ég slapp af því að ég er þegar búin að fá úllingaveiki. Fékk hana þegar ég var 12.

anna skvísindakona @ 22:43 |

miðvikudagur, 14. október 2009

Prins fyrir borð

Þegar ég las þessa fyrirsögn datt mér í hug að maður gæti ef til vill bíttað á borði & prinsi. Þá hefði verið svaka heppilegt að ná sykursnúðnum Karl Philip. Ég á einmitt borð sem heitir Stockholm & hann býr í Stockholm. Við þurfum greinilega að ræða betur saman.

anna skvísindakona @ 11:56 |

sunnudagur, 4. október 2009

Þessir dagar fram að þrítugu virðast ætla að verða ansi skemmtilegir. Er þetta það sem koma skal eða er ljúfa lífið að kyssa mig bless?

Skvísindakonan mælir með:
* Gellulegum sokkabuxum fyrir haustið. Ef maður á annað borð neyðist til að klæða sig í hlý föt, þá er best að gera það bara með stæl.
* Sækópatamúsik í ræktinni. Með Pete Doherthy & Happy Mondays í eyrunum, þá hleypur maður eins & skrattinn sé á hælunum á manni.
* Lýsi í skammdeginu. Omega-3 er gott fyrir frumuhimnurnar, læknar gigt & heldur manni ungum, D-vítamínið fyrir beinin & A-vítamínið gerir mann fallegan & læknar hrukkur. & svo þetta með augun auðvitað líka.
* Spýtugufu & vesturbæjarís á sunnudögum. Þetta er bara beisik. En mjög líklegast skýringin á því hvers vegna ég er alltaf með harðsperrur & er ekkert orðin mjó.

anna skvísindakona @ 16:23 |