anna skvísindakona

sunnudagur, 29. nóvember 2009

Ég hef dáldið blendnar tilfinningar gagnvart geðkúrsinum sem ég er að klára núna. Annars vegar finnst mér ótrúlega áhugavert að fylgjast með hvernig fólk tikkar og er búin að læra helling. Geðlæknarnir sem hafa verið að kenna finnst mér líka hafa verið algjört öndvegisfólk og manni getur ekki annað en þótt vænt um sjúklingana sem maður hittir. Hins vegar eru allir þessir fundir sem maður þarf að mæta á gjörsamlega óþolandi og að auki er svo mikil pappírsvinna sem fylgir geðjournölunum að ég er alveg að tapa glórunni yfir því. Ég vona að það sé ekki markmiðið hjá þeim.

Eftir áramót er ég svo að fara á kvennakúrsinn. Er búin að heyra ýmist að hann sé alveg glataður eða að hann sé geggjaður. Veit ekki alveg hvort ég myndi vilja vinna allan daginn við að framkvæma kvenskoðun. & sjitt hvað ég vona að það verði ekki munnlegt próf í þeim kúrsi!

anna skvísindakona @ 01:33 |

mánudagur, 23. nóvember 2009

Opið bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur:

Kæra Jóhanna!

Ef þú notar tækifærið í þessari kreppu & styttir vinnuvikuna í fjóra daga, þá ertu besta vinkona mín.

Kveðja,
Anna skvísindakona.

anna skvísindakona @ 17:37 |

fimmtudagur, 19. nóvember 2009

Þegar ég var að klára rannsóknarverkefnið mitt á 3. ári, þá var ég alltaf rosa frústreruð yfir hvað decode voru ömurlega tregir & lengi með allt. Þeir gátu ekki einusinni fokkast til að gefa mér einkunn á skikkanlegum tíma. Að ég tali nú ekki um hvað þeir skrifa ótrúlega leiðinlegar vísindagreinar.

& nú eru þeir bara farnir á hausinn. Uuuu, hvað get ég sagt- feis!

Þessa dagana er ég hins vegar aðallega frústreruð út í mötuneyti LSH. Svo frústreruð að stundum þegar maturinn sem til boða stendur gengur alveg fram af mér munar engu að ég fari inná einhverja deildina til að ná mér í iv. næringu. Kannski fer þetta mötuneyti á hausinn líka einhvern daginn. Maður getur bara beðið & vonað.

Skvísindakonan mælir með:
* Að búa til franskar úr sætum kartöflum. Bara skera í strimla & hita á plötu með smá olíu. Salt, rósmarín & timían skemmir ekki.
* The XX. Skemmtilega 90's úllínga triphop
* Svo ætla ég á útgáfutónleika Dikta & Hjaltalín, Steinunni S & Högnu S á Kjarvalsstöðum & Desember í bíó. Það verður eflaust allt rosa spennandi.

anna skvísindakona @ 17:05 |