Sápuóperur sýna okkur heiminn eins & hann væri ef allir væru með borderline persónuleikaröskun.
anna skvísindakona @ 01:44 |
þriðjudagur, 15. desember 2009
Í einhverri glorious megalomaniu keypti ég mér gulldagbók fyrir árið 2010. Hún var svo falleg, í akkúrat passlegri stærð í sloppvasann, úr gylltu leðri & fékkst í Kisunni. Ég bara stóðst það ekki, ég hef reyndar aldrei staðist gyllt leður- eða hluti sem passa akkúrat af að því er að spyrja.
Fljótlega fóru að detta inn til mín boð í hin & þessi partý, kokteilboð virðast alltíeinu vera orðin standardskemmtun á föstudagskvöldum, að ekki sé talað um læknadagana & skurðlæknaþing, sem nálgast óðfluga & eru komin á sinn stað í gulldagbókinni minni.
Þá áttaði ég mig á því að gulldagbókum fylgir að sjálfsögðu mjög metnaðarfullur & krefjandi social calendar. Maður þarf að vera ekki bara samkvæmiskisa, heldur samkvæmisljón til að standa undir slíku prógrammi. Það lítur þess vegna út fyrir að ég þurfi aldeilis að grafa upp augnháralímið og dusta rykið af gömlum partýtrixum- samkvæmisljón skal ég verða!
Því að þegar maður á slíkan dýrgrip, þá leggur maður ýmislegt á sig.
anna skvísindakona @ 23:36 |
fimmtudagur, 10. desember 2009
Einhvern tímann fljótlega ætla ég að mæta með plokkara í Zöru í Kringlunni & nota viðurstyggðar lýsinguna í mátunarklefunum þar til að plokka á mér augabrúnirnar.
anna skvísindakona @ 23:49 |
miðvikudagur, 9. desember 2009
Ég var að horfa á Sex & the City áðan & í fljótu bragði finnst mér Carrie vera hysterísk & obsessive með borderline tendensa, Samantha er histrionic (spot diagnosa!), Miranda hefði gott af HAM gegn niðurrífandi hugsunum og Charlotte er með ranghugmyndir og oftast gjörsamlega úr tengslum við raunveruleikann.
Með þessu móti má færa rök fyrir að ég hafi verið að læra fyrir próf. Best að vera ekki að þessu hangsi & halda áfram að læra...
anna skvísindakona @ 18:09 |
þriðjudagur, 1. desember 2009
Ok, allt ljótt sem ég hef nokkurn tímann sagt um geðkúrsinn- ég tek það til baka. Núna er ég í verknámi á Hvítabandinu & I lovelovelove it! Dialektísk atferlismeðferð er awsome! Í dag til dæmis byrjaði dagurinn á morgunkaffi, svo jóga & það sem eftir var dagsins töluðum við um tilfinningar. Nema í hádeginu, þá kíkti ég í búðir & eyddi héraðslæknalaununum mínum & fékk mér gourmet kaffi í Kaffismiðjunni. Í gær leiraði ég skál. Ég er í svo góðu andlegu jafnvægi að ég er ekkert búin að öskra á útvarpið, afgreiðslufólk er ekki hrætt við mig lengur og langatöngin mín er ekkert notuð neitt meira en aðrir fingur í samskiptum við annað fólk. Ég breytist í ponyhest fljótlega með þessu framhaldi.
anna skvísindakona @ 23:47 |