fimmtudagur, 25. mars 2010
Stúdent A: ... við getum málað hana eins & Debbie Harry
Stúdent G: Æji djöfullinn, þú ert alltaf að tala um þessa Debbie Harry, ég veit ekkert hver hún er. Það veit ENGINN hver Debbie Harry er. Krakkar, vitið þið hver hún er?
Stúdent F: Uuu já, hún er söngkonan í Blondie. Það vita það allir.
Stúdent G: Æji gvuð krakkar, þetta skiptir engu máli.
Stúdent F: Jú, það verður spurt um þetta á prófinu- hvað á maður að gera ef einhver kemur inn með Heart of glass.
Stúdent A: Dansa! Eins & þú eigir lífið að leysa.
Ég verð nú að segja að þó að ég fíli ekki matinn þar, þá býður matsalur LSH uppá prýðilegustu næringu fyrir sálina.
anna skvísindakona @ 01:13 |
mánudagur, 15. mars 2010
Hvað ætli maður þurfi að borða til að skíta peningum?
anna skvísindakona @ 19:07 |
þriðjudagur, 9. mars 2010
Mér finnst eitthvað sniðugt að heyra gynecologa nota orðalagið "fullnægjandi meðferð".
anna skvísindakona @ 17:31 |
sunnudagur, 7. mars 2010
Það er búið að vera svo mikið að gera undanfarna daga að klossarnir eru næstum því grónir við fæturna á mér, það rennur koffín í toxísku magni um æðarnar & kjólarnir mínir eru bara eitthvað sem ég nota til að komast blygðunarlaust á milli rúmsins míns & spítalans. Svona finnst mér líka skemmtilegast að vinna- ekkert hálfkák, bara hasar. Ef ég fengi herbergi með sturtu, hreinum sængurfötum & góðu kremi, þá væri mér alveg sama þó að ég byggi bara á spítalanum. Samt sem læknir en ekki ljósmóðir. Ég held að ég búi ekki yfir einum einasta eiginleika sem góð ljósmóðir þarf að hafa. Mér finnst ekki töff að prjóna, skiptast á uppskriftum eða tala um barneignir & ég þreytist fljótt á að tuða um hvað er í leikhúsinu hverju sinni. Þannig að í grunninn er ég bara nokkuð sátt við hlutskipti mitt.
Skvísindakonan mælir með:* MottuMars. Þetta er svakasnjöll aðferð til að vekja athygli á góðum málstað. Svo eru strákar með skegg svo miklir gæjar.
* HönnunarMars. Allt að verða vitlaust í mars bara. Gomma af flottu íslensku stöffi.
* PabbansóMars. Neidjók, þetta lá bara svo beint við.
anna skvísindakona @ 15:17 |