anna skvísindakona

þriðjudagur, 15. júní 2010

Þó að ég taki reykingabanni á skemmtistöðum fagnandi, þá óttast ég á sama tíma að öll sú þekking sem við búum yfir til að blása hringi eigi eftir að falla í gleymsku.

anna skvísindakona @ 11:49 |

laugardagur, 12. júní 2010

Það vita það sjálfsagt ekki allir, en Usbekistan er stytting á nafninu StjörnUsbekistan. Þaðan kemur misviturt fólk. Sérstaklega þeir sem fæddir eru í apríl-maí. Þessi fimmaur dagsins var í boði spinning niðurlægingarinnar sem Guðrún dró mig í með sér í morgun.

Við laumuðumst á Stykkishólm í dag & það er megafabulous bær. Heimamenn virðast vera mjög útsjónarsamir af því þeir settu vínbúðina í sama hús & snyrtistofuna. Þarna er líka klikkað útsýni yfir Breiðafjörðinn, töff hús & greinilega hress vínstemning. Ég gæti vel trúað að þessir snillingar flytji jafnvel inn Dani þegar þeir halda upp á danska daga. Elduðum síðan megafabulous kvöldmat úr öllu megafabulous hráefninu sem við keyptum í Bónus á Stykkishólmi. Það eru sko engin djöfulsins bjúgu í matinn í þessari sveit!

Skvísindi: Hvar er réttlætið í því þegar maður þarf að hafa áhyggjur af bólum & hrukkum á sama tíma? Sem betur fer læknar tretinoin þetta bæði. Getiði hvort ég á svoleiðis eða ekki...
Svo má líka pæla í því hvar & hvers vegna maður er að fá bólur. Símar, gleraugu, óhrein koddaver & meikupgræjur eru kjörlendi fyrir bakteríur. Er kannski kominn tími til að skipta út eða spritta?

anna skvísindakona @ 23:13 |

fimmtudagur, 10. júní 2010

Elsku mamma & pabbi.

Hér er gott að vera. Ég er svona laumu að fíla þetta sveitadjobb. Kannski er það af því að fólkið í sveitinni er svo hraust & skemmtilegt. Kannski er það vegna þess að í kaupfélaginu fást ógeðslega góð bláber á sveitaprís, en líka göngusokkar & límbyssur & bara allt í heiminum. Hérna fær maður líka að nota talstöð, taka röntgenmyndir & stundum að keyra sjúkrabílinn. Faxtækið fer reyndar í gólfið ef það verður ekki samvinnuþýtt fljótlega. Það er meiriháttar að vera laus úr vinnunni kl. 4 & henda sér þá bara út í móa með bók & sólgleraugu. Um daginn stikluðum við yfir á til að komast í kaupfélagið. Ok, það var kannski ekki nauðsynlegt en það var svakagaman. Við erum komnar í klíku með sýslumanninum, prestinum & kaupfélagsstjóranum & í fyrradag chilluðum við með slökkviliðinu. Erum líka búnar að hitta kvenfélagið & þær voru voða góðar en vildu bara tala um veik börn & fátæklinga & svona. Hlakka til að sjá ykkur í haust & þá ætla ég að vera orðin heví brún & rík & gáfuð- & mjó líka ef þessi lyfjafyrirtæki hætta einhvern tímann að koma með allt þetta vínarbrauð. Hilsen úr sveitinni.

Skrev snart
Anna skvísindakona

anna skvísindakona @ 00:33 |