þriðjudagur, 20. júlí 2010
Það er eitthvað skrýtið á seyði hér & mig grunar að við Guðrún séum að breytast í óuppdregna Olsara. Við tókum upp sjósund, juðumst upp á fjöll á gömlum herjeppum, förum í ræktina með löggunni og erum hættar að taka til & þvo þvott. Tvær helgar í röð þurftum við að afsaka fyrir gestum ógeðslega skítug gólf með því hve uppteknar við værum við að bjarga mannslífum, en í sannleika sagt hefur enginn tíma til að ryksuga þegar veðrið er svona gott. Ég var meiraðsegja farin að íhuga að skrökva því að þegar maður væri í héraði væru sko engar ryksugur- rétt eins & sérfræðingarnir á spítalanum náðu að sannfæra okkur um að engar tækninýjungar fyrirfyndust í héraði & það eina sem maður gæti notast við væru panodil & sökk.
Að lokum héldum við læknaráðsfund þar sem ákveðið var að hætta að ryksuga
í sparnaðarskyni og í staðinn yrði 5 sekúndna reglan afnumin. Einföldustu lausnirnar eru oft bara bestar.
anna skvísindakona @ 18:15 |
laugardagur, 10. júlí 2010
Slæmu fréttirnar eru að ég er ekkert orðin mjó síðan ég flutti í sveitina.
Góðu fréttirnar hljóta þá að vera að allt þetta sprútt sem ég hætti að drekka virðist ekki vera neitt fitandi. Það eru bjartir tímar framundan í haust.
anna skvísindakona @ 15:20 |
fimmtudagur, 8. júlí 2010
Aaahaaahaaahaaa, tryggingafélögin eru að biðja mig um læknisvottorð.
Djöfull skal ég láta þau fá það óþvegið. Feis!
anna skvísindakona @ 12:44 |