anna skvísindakona

miðvikudagur, 11. ágúst 2010

Það hlýtur að vera til marks um að lífið leiki við mann þegar maður er farinn að klæðast bikiní undir kjólinn nánast daglega- bara til öryggis ef maður skyldi lenda í einhverju ævintýri.

Ég get samt ekki neitað því að það er kominn smá titringur í mig varðandi þetta kokteilseason sem blasir við í haust. Til öryggis ældi ég kvöldmatnum af því að ég komst ekki í ræktina (neidjók auðvitað!). Á daginn velti ég því fyrir mér hvort septembervogue fáist í kaupfélaginu eða hvort ég þurfi að hringja út þyrluna til að ná mér í eintak, hvað maður brenni mörgum hitaeiningum á því að gera Kegelæfingar í vinnunni & hvernig ég eigi að troða langþráðu spa inní socialcalendarinn. Á kvöldin spái ég í því hvort ég fari niður um kjólastærð ef ég kyngi stoltinu & hlýði þegar lögguófétið pínir mig í ræktinni. Á nóttunni dreymir mig svo um hvar & hvernig ég verði mér úti um kjól með perlubróderingu & hvort það væri kannski overkill að mæta í svoleiðis á Airwaves.

Á hinn bóginn erum við Guðrún orðnar svo kátar & ligeglad sveitapíur að það er ekkert víst að perlubródering tóni endilega við það- jú & þó, í sveitinni býr maður bara við annars konar glamour.

anna skvísindakona @ 01:02 |

fimmtudagur, 5. ágúst 2010

Allt þetta bindindi gat ekki endað nema illa. Við fengum gesti um helgina & í fyrsta skipti í sumar vorum við Guðrún báðar í vaktfríi. Það hófst með sólbaði á Búðum, teygðist í rúnt um nesið með viðkomu í grilli í sjómannagarðinum & í lok kvölds tæmdist Opalflaska í ofsafengnum Meyer. Ég er nokkuð bjartsýn á að panturinn sem einhver rausnarlegur nafnleysingi gefur á næstu dögum geti sent Víking Ólafsvík á eitthvað stórmótið í fótbolta.

Eftir helgina sitjum við svo uppi með trítilóða nágranna, en þau eru íþróttamaður & frú & líða sko engan hávaða. Professionally held ég að það myndi leysa ákveðinn vanda að setja þau á Cipramil en persónulega langar mig bara að segja þeim að hætta þessari djöfulsins taugaveiklun & vera töff; "You are a footballer's wife, why can't you be cool like Ásdís Rán...?"

(Það skrifast á okkur að djókurinn sé ekki fulminant, en við vorum of fullar til að ná myndum af geðvonskuhrukkum fótboltafrúarinnar þegar hún var alveg b-a-n-a-n-a-s. Ímyndið ykkur bara ógeðslegu kellinguna úr Kingpin.)

anna skvísindakona @ 01:58 |