mánudagur, 15. nóvember 2010
Nýlega fékk ég lánaðan handþeytara hjá ástkærri stjúpmóður minni. Því miður held ég að í leiðinni hafi ég sent henni röng skilaboð & vakið hjá henni tálvonir um að nú yrði ég húsmóðir Íslands, færi að geta henni skara af barnabörnum & halda dýrðarinnar matarveislur. Þegar ég skilaði henni græjunni, sagði hún með vott af örvæntingu í röddinni "Þú mátt alveg hafa hann áfram". Ég afþakkaði pent & til að nudda salti í sárin þá var þeytarinn í poka úr bakaríi- vegna þess að glamúrpíur baka ekki, heldur kaupa bakkelsi. Þetta var því hvorki staður né stund til að nefna að fyrr um morguninn hafði ég ásamt Guðrúnu Eiríksdóttur partýlækni druslast með fullt af rúnstykkjum í þessum bakaríispoka á leið í eftirpartý.
Ég skil annars ekki allt þetta fuzz yfir því að vera húsmóðir. Ég prófaði það einusinni & það var skítlétt. Maður gerir bara eins & stendur í uppskriftinni.
anna skvísindakona @ 20:05 |
fimmtudagur, 11. nóvember 2010
Núna er ég stödd á Húsavík & það er bara nokkuð vinalegur bær. Er búin að staðsetja vínbúð, snyrtistofu, saunu & hótelbarinn & telst þá vera búin að koma mér ágætlega fyrir. Í dag ætlaði ég að kíkja á typpasafnið en það er víst lokað yfir veturinn.
Ég geri ráð fyrir að businessinn þar dragist eitthvað saman í kuldanum.
anna skvísindakona @ 00:18 |
mánudagur, 1. nóvember 2010
Úh, það er svo gaman hvað ég tryllist alltaf & fíla mig eins & rokkstjörnu þegar ég fæ útborgað.
anna skvísindakona @ 00:59 |