anna skvísindakona

miðvikudagur, 29. desember 2010

Það er svo fyndið hvað medicinelúðar leggja allt annan skilning í clubbing en við á Gelluspítalanum.

anna skvísindakona @ 18:31 |

þriðjudagur, 28. desember 2010

Veldur spray-tan heilaskaða eða veldur heilaskaði spray-tani?

anna skvísindakona @ 03:01 |

sunnudagur, 26. desember 2010

Ó hvað það var gaman að koma full heim eitt kvöld rétt fyrir jólin og föndra allskonar sniðugan jólaís með öllu sem til er í eldhúsinu. Kókos- og lime ísinn kom skemmtilega á óvart og er því jólaísinn í ár.

Smákökur eru fyrir smásálir.

anna skvísindakona @ 01:22 |

mánudagur, 20. desember 2010

Ég er alveg í vandræðum með kokteiltösku sem ég keypti mér í haust. Ekki bara talar hún, heldur er hún alltaf að segja mér alls konar sóðaslúður og gabba mig með sér á barinn. Það versta er þó að hún á það til að vera dónaleg og ósvífin og segja upphátt alls konar hluti sem ég myndi aldrei segja.

Skvísindakonan mælir með:
* Kaffimartini. Spjátrungurinn hann Hrafnkell kynnti mig fyrir þessum snjalla kokteil. Sameinar tvö af mínum helstu hugðarefnum: Kaffi + vino = true love.
* Skin-ergetic kremunum frá Biotherm. Ég lít bara alveghreint stórkostlega út! Andlitsbað hjá Hashvinu minni á líklegast einhvern þátt í því en þessi krem eru góð og gera mann sætan. Svo passa þau líka svo fínt í snyrtiborðið mitt. Trés chic!

anna skvísindakona @ 18:14 |

fimmtudagur, 16. desember 2010

Mér finnst hálf írónískt að ég hafi sjaldan sofið jafn lítið og á þessum svæfingarkúrsi. Ef þetta er trendið, þá bíð ég bara spennt eftir að sjá hversu mjó ég verð ef ég þarf einhvern tímann að vinna á meltingardeildinni.

anna skvísindakona @ 22:34 |

mánudagur, 13. desember 2010


Einn góðan veðurdag ætla ég að verða forrík af því að bjóða uppá kirurgiska meðferð við borderline persónuleikaröskun.

....ekki?

anna skvísindakona @ 23:41 |

sunnudagur, 12. desember 2010

Vá hvað mánudagar á gjörgæslunni eru allt annar handleggur en mánudagar á heilsugæslunni.

Lífið er aftur orðið gott þó að þessir biluðu svæfingarlæknar vilji endilega mæta klukkan hálfátta. En ég sé við þeim: Í staðinn fyrir að fara í sturtu á morgnana og fá mér síðan kaffi, þá hef ég ákveðið að hagræða og fara í kaffisturtu. Það er eina vitið.

anna skvísindakona @ 12:42 |

mánudagur, 6. desember 2010

Opið bréf til Jóa Fel:

Omg Jói, ostakakan þín er svo sjúklega góð að þú mátt vera eins sleezy og þér sýnist. Ég fíla þig samt.

Kveðja, Anna skvísindakona.

anna skvísindakona @ 23:42 |

föstudagur, 3. desember 2010

Einn dagur!

Ég á einn dag eftir í heilsugæsluafplánun. Nú kunna margir að hugsa "það er nú ekki mikið" en þeir sem hugsa svoleiðis eru að sjálfsögðu bara að láta fáfræðina hlaupa með sig út í gönur. Heilsugæslan er nefnilega hægfara kvalarfullur dauði. Í hvert skipti sem ég geng innum dyrnar á heilsugæslustöðinni, deyr kettlingur í sálinni á mér.
Á hverjum morgni undanfarnar 3 vikur hef ég brotnað saman og grátið pínulítið í sturtunni, vitandi það að framundan eru skelfilegir teymisfundir með félagsfræðingum, ungbarnaeftirlit og útskýringasamtöl á því að hósti í viku sé ekki lungnabólga útum allt. Sálarástandið á mér er orðið svo krítískt að allt þetta kaffi á ekki séns í mig, grindarbotnsæfingar sem flesta daga héldu mér vakandi í sumar duga ekki til og til þrautavara er ég farin að halda mér vakandi með því að upphugsa leiðir til að svipta mig lífi. Oftast er niðurstaðan að setja plastpoka yfir hausinn á mér en í dag var ég næstum því búin að henda mér niður tröppur.

Dramantískt finnst ykkur? Þið getið ekki sagt það, þið vitið ekki hvað ég hef mátt þola. Það versta er að allir á stöðinni eru ótrúlega vingjarnlegir og góðir, svo að í ofanálag fíla ég mig eins og vanþakklátan gemling. Þetta er bara bransi sem höfðar Svo Sannarlega Alls Ekki Til Mín.

anna skvísindakona @ 00:13 |

miðvikudagur, 1. desember 2010

Mig grunar að bíllinn minn sé að reyna að gera vel við mig. Í gær fann ég tvo jólabjóra aftur í honum & í dag fann ég visakort undir farþegasætinu. Eða ætli hann sé bara að reyna að lokka mig með sér á rúntinn? Hver veit...

Skvísindakonan mælir með:
* Kormákur & Skjöldur héldu hunk-of-a-man tískusýningu í gærkvöldi. Nýja herralínan þeirra er ótrúlega dandy & módelin- tjah, jólin koma snemma í ár!
* Nú auðvitað jólabjór! Ég var ekki lengi að finna út hvaðan visakortið í bílnum kom, en það var öllu flóknara að komast að því hver hafði skilið eftir jólabjór. Svo að til að fyrirbyggja einhvern leiðinda misskilning, þá drakk ég hann bara.
* Flottum aðventukransi. Þar sem ég held jólin uppí sveit þetta árið, hef ég ákveðið að halda uppá aðventuna með stæl í Stigahlíðinni. & óboj hvað það er margt skemmtilegt á dagskránni!

anna skvísindakona @ 23:22 |