anna skvísindakona

sunnudagur, 30. janúar 2011

Af hverju í veröldinni er ríkið lokað á sunnudögum?

anna skvísindakona @ 13:14 |

fimmtudagur, 27. janúar 2011

Er það vitleysa í mér eða er S/S2011 línan hjá Prada innblásin af spítalafötunum á FSA?

Sumir eru greinilega strax byrjaðir að leggja línurnar að því að fá að hanna fyrir Gelluspítalann.

anna skvísindakona @ 14:51 |

laugardagur, 22. janúar 2011

Ég var spurð af vakthafandi geðlækni hér á Akureyri um daginn hvort ég mæti tiltekinn sjúkling í sjálfsvígshættu. Ég skildi ekki alveg spurninguna, ég met alla sem búa úti á landi í sjálfsvígshættu. Líka allt rauðhært fólk og feitabollur.

Svo fer ég bráðum að komast aftur á Kaffibarinn- ef það verður ekki búið að loka honum! Maður rétt skreppur frá og allt verður vitlaust. Seinast þegar ég fór úr bænum var Ellefan flutt og Jón Gnarr varð borgarstjóri. Hvaða rokklæknir er á vakt í Reykjavík? Hver ber ábyrgð á þessu?

anna skvísindakona @ 15:01 |

þriðjudagur, 18. janúar 2011

Í öll þau trilljón skipti sem ég hringdi eftir consulti árið 2010, þá held ég - að ólöstuðum ráðleggingum Dr. Brands, typpaconsultants Gelluspítalans- að consultsímtal úr kaupfélaginu á Ólafsvík standi uppúr. Ég var rétt fyrir lokun að kaupa hráefni í salat og vantaði akút ráðleggingar um hvernig væri best að velja gott mangó. Það var því bara lógískt að hringja og spyrja Mangó ráða. Og átti hún ráð við þessu? Ég er nú hrædd um það: "Finndu þér bara rautt og mjúkt mangó og þefaðu af rassinum á því. Ef það er ávaxtalykt, þá er það gott". Það er nefnilega það. Þessi tækni hefur aldrei brugðist mér.

Skvísindakonan mælir með:
* Tennis sem er hressilega krúttlegt band. Ég get reyndar ímyndað mér að það sé skemmtilegra að hlusta á þau brunandi um þjóðveginn í sólinni en spólandi í hálku. En hressandi band engu að síður og sjitt hvað ég hlakka til sumarsins.
* Granatepli eru góð á bragðið og skringilega crispy. Örugglega svipað og að borða nammihúðaðar pöddur. Eða vonandi ekki samt. Og þegar einhver segir að þau lækni hrukkur, þá kýs ég að trúa því.
* Ég var að klára fjórðu seríu af Mad Men og hjálpimérallirheilagir hvað mig svíður í hjartað eftir meiru. Þvílík sálarangist! Þarf maður núna bara að bíða endalaust eftir næstu seríu?

anna skvísindakona @ 00:15 |

þriðjudagur, 11. janúar 2011

Það mætti halda að ég hafi spilað rassinn svo rækilega úr buxunum í haust að ég hafi verið send í sveit eins og vandræðaúllingur til að hugsa minn gang. Kannski ekki svo fjarri lagi þar sem þessi medicine er svo mikið hugs allan daginn að það brakar í hausnum á mér. Venustasi- í alvöru talað, er það einusinni til? Osler-Weber-waddafokk?! Ég fæ hrukkur af öllu þessu hugsi.
Suma daga brakar svo hátt og snjallt að ég hlýt að vera að læra eitthvað. Nema eitthvað sé að skemmast í hausnum á mér, enda er ég örugglega orðin vel trénuð eftir kokteila og mambó síðustu mánaða.

Annars er þetta ágætis upprifjun. Og þó að hafi ætlað að nota allan þennan snjó til að halda mig inni við og lesa medicine, þá er socialcalendarinn að fyllast, vélsleðaferð um helgina og ég sé ekki fram úr partýum. Þannig að til málamynda, þá hugsa ég að ég reyni að fara bara sem mest í læknapartý og vona að einhver áhugaverð tilfelli berist í tal. Það er líklegast sniðugast að tækla þessa afplánun með því að kyssa vöndinn og hafa gaman að þessu.

anna skvísindakona @ 23:25 |

þriðjudagur, 4. janúar 2011

Núna erum við komnar á Akureyri og hófum medicine afplánun í gær. Ég held að ég segi bara ekkert meira um það eftir mjög harkaleg viðbrögð medicine....öm...töffaranna á facebook. Kids, þið eruð töff þrátt fyrir að þið séuð medicine, en ekki vegna þess að þið eruð medicine.

Í staðinn ætla ég að skála fyrir því hvað það var gaman á Stykkishólmi yfir jól og áramót.
Skál fyrir:

* Mömmu fyrir að senda mig með nesti og Brynju fyrir að senda mig með nýja skó. Þessar dömur vita sínu viti. Það er absúrd hvað það kom að góðum notum og örugglega engin tilviljun að allar góðar ferðir í ævinýrunum byrja á nesti og nýjum skóm.
* Dr. Guðrúnu Eiríksdóttur-Partý fyrir að vera sjúklega flink að taka röntgen og búa um VAC-sugur. Að ég tali nú ekki um hvað hún er brún og mjó! En svona í alvöru talað, skál fyrir að hún lét mig gabba sig til að taka vaktina þegar Snæfell hélt ball í íþróttahúsinu og ég gat dottið í það.
* Körfuboltaliðinu auðvitað! Fyrir að vera hot, halda ball og bjóða okkur í eftirpartý.
* Önnu Margréti hjúkku fyrir dólgslæti með mér á löggustöðinni eftir ballið. Stöðin var rústir einar þegar við gengum þar út. Ég held reyndar að við höfum hagað okkur vel, en að leðurbuxur hjúkrunarfræðingsins séu ansi ódælar. Ég vona bara að þær komist ekki í kynni við hortuga partýveskið mitt, því gvuð má vita hvað gerist þá!
* Pésanum fyrir að ganga um húsið á nærbuxunum, skála í bubbly á gamlárs og fyrir hvað hann er meðfærilegur hjálparkokkur við undirbúning hátíðarmats. Líka fyrir að mæta á hnakkabílnum sínum og leyfa öllum spítalanum að halda að við ættum hnakkabíl. Það var samt álit flestra að Guðrún ætti hann.
* Öllum skvísunum á vaktinni á St. Fransó. Ég sé það að draumur okkar um móðurskip allra Gelluspítala á Stykkis er ekki langt undan- og partýtrixin sem við lærðum þarna eru sko ekki af verri endanum.

Og hvað er svo næst á dagskrá: Tryllingur í ræktinni, snjóhús og snjókarl- í stíl við nýja snjóbarinn okkar, Hjálmatónleikar á Hofi, pubquiz á Café Karólínu, sushi á Rub23, hokkíliðið og svo örugglega endalausir djöfulsins vasculitar- nei ég meinti auðvitað fullt af hressandi medicine. Ég var auðvitað sett á meltingarteymið svo að ég yrði mjó!

anna skvísindakona @ 22:37 |