anna skvísindakona

miðvikudagur, 25. maí 2011

Kampavín, varalitur og Bryan Ferry hlýtur ad vera stórkostlegasta tríó í heimi.

anna skvísindakona @ 15:04 |

mánudagur, 23. maí 2011

Búda- og tan vikan fór vel af stad. Ég neita thví ekki ad conceptid minnir mig lítillega á thegar vid skutumst reglulega yfir á Búdir á Snæfellsnesinu í fyrra til ad tana.

Stemningin tór reyndar smá dýfu thegar símanum og sólgleraugunum var stolid af mér, en í stadinn fyrir ad ráfa um á einhverjum bömmer ákvad ég bara ad nota tækifærid og sporta hræbillegum kisugleraugum sem ég fann mér í H&M- kisugleraugu eru jú bara í tísku á 10 ára fresti. Ennfremur ákvad ég ad thó ad ég hafi verid rænd, thá hef ég allavega ennthá sítt gelluhár, meiriháttar tan og goddem fabulous skoru- ef ég get ekki litid út fyrir ad vera rík, thá get ég í thad minnsta litid út fyrir ad vera audveld. Madur tharf alltaf ad hafa leverage.

Og viti menn, sídan thá er ekki stundarfridur fyrir spænskum götustrákum sem spangóla á eftir okkur og í dag létum vid franska gígalóa smyrja sólarvörn á okkur. Sem er fantastique audvitad.

anna skvísindakona @ 19:53 |

þriðjudagur, 17. maí 2011

Váv hvað það gekk vel að af-gáfa mig. Það tók bara 5 kvöld á barnum, 3 eftirpartý (fyrir helgi!) og smá sprútt og ég er bara strax orðin góð. Enda komin með áralanga reynslu í að heimska mig niður eftir próf.

Næst á dagskrá er Primavera festival í Barcelona og Guðrún sá til þess að við fengjum tan- og búðaviku í borginni áður en festivalið byrjar. Hún Guðrún nefnilega veit það að þegar hún verður að vinna á Selfoxi í sumar, þá tekur enginn mark á henni nema hún sé Biafra-brún og í nýjum gallabuxum. Ég geri ráð fyrir að sömu lögmál gildi á Blönduósi- eða tek allavega enga sénsa.

En nú þarf ég allavega að þjóta í háttinn af því að ég er að fara að fljúga eldsnemma í fyrramálið. Er búin að pakka bikiníi, sólgleraugum og varalit. Eða kannski er nóg að pakka bara sólgleraugum og kaupa varalit í fríhöfninni og bikiní í h&m. I alla fall þá skora ég á íbúa Blönduóss í tan-keppni þegar ég kem til baka. Og djöfull skal ég rústa ykkur!

anna skvísindakona @ 22:13 |

sunnudagur, 8. maí 2011

Menntaskrípó dagsins: Stundum er þunn lína milli formication og fornication. Ef í vafa, þá er sturtubotninn svarið.

Jája, eins og gáfað fólk kunni ekki vandaða typpabrandara líka...

anna skvísindakona @ 20:04 |

föstudagur, 6. maí 2011

Ég er orðin svo gáfuð að ég er komin með hausverk. Mig langar sko ekkert á barinn að skála í gin&tonic og dansa við Gusgus. Bara alls ekki neitt. Það er eitthvað svo almúgalegt og óþroskað að langa á barinn. Og í eftirpartý. Ótrúlega almúgalegt.

anna skvísindakona @ 22:05 |

miðvikudagur, 4. maí 2011

Ji. Ég er orðin svo stórkostlega gáfuð eftir allan þennan próflestur að ég hef alveg tapað aulahúmornum. Héðan í frá mun ég bara segja æðislega upplýstar og litterat gamansögur.

Einmitt já

anna skvísindakona @ 23:25 |