anna skvísindakona

þriðjudagur, 28. júní 2011

Rannsóknir mínar á þjóðvegum landsins hafa leitt í ljós að það er marktæk fylgni milli þess að vera með Bylgjulímmiða í afturrúðunni og að keyra eins og miðaldra kelling.

anna skvísindakona @ 23:22 |

föstudagur, 17. júní 2011

Ég held að ég sé farin að fatta af hverju fólk nennir í háskóla. Í gamla daga þegar ég var stúdent, þá var ég alltaf hálf aumingjaleg, rosa stressuð yfir að læra heima alltafhreint og skrapp á barinn um helgar og vaknaði á sturtubotninum með móral. Í dag er þetta allt öðruvísi. Nú þarf ég aldrei að læra heima, held kokteilboð- eða fer í kokteilboð og vakna í sólinni á þaksvölunum hjá vinum og vandamönnum. Og af því að ég er hámenntuð, þá er það bara rosa flippað og alls alls ekkert sorglegt.

Annars gekk útskriftin vel, hreinlega tímamótaviðburður í íslenskri menningarsögu og mér finnst ég bindast þessum trilljón manns sem voru líka að útskrifast órjúfanlegum tilfinningaböndum. Ræðan hennar Kristínar Ingólfs snerti við okkur öllum og Háskólakórinn sýndi áður óséð tilþrif. Eða þú veist.... Þetta var ágætt. Reyndar varð ég ótrúlega dramantísk og emotional yfir því hvað ég væri í myndarlegum, gáfuðum og tönuðum bekk og að nú værum við að fara hvert í sína áttina. En aðallega var ég samt súr yfir að fá ekki að sofa lengur og fannst eitthvað spes að standa í hári og meiköppi fyrir allar aldir. Síðast þegar ég var með svona mikinn maskara kl 10 að morgni var ég á leiðinni heim af Pulp tónleikum. Hljómar eins og eitthvað sem gerðist fyrir 15 árum en átti sér stað bara 2 vikum áður- allt í boði þessa heiftarlega gráa fiðrings. Jæja þá, það er kannski ekki hægt að segja að ég hafi haft það eitthvað shitty í háskólanum, þetta var þegar á heildina er litið eitt stórt fjör.

Niðurstaðan: Getur maður haldið áfram að haga sér eins og fífl eftir útskrift? Já það held ég nú. Maður þarf að drífa sig að vera ungur á meðan maður er ennþá ungur. Af því að ef maður drífur sig að verða gamall, þá getur maður ekki orðið ungur aftur. Meikar þetta eitthvað sense?

anna skvísindakona @ 21:18 |

þriðjudagur, 14. júní 2011

Ég veit eiginlega ekki hvort mér finnst ógeðslegra; flatlús eða flatbotna skór.

anna skvísindakona @ 23:37 |

laugardagur, 4. júní 2011

Það var einmitt svona sem ég hafði alltaf hugsað mér að útskrifast úr læknó: Ennþá timbruð eftir margra daga (vikna, mánaða...) sköll, með festivalroða í kinnunum og svöðusár á visakortinu. Maður skyldi ætla að öll þessi ár í háskóla gerðu mann að einhverju gáfumenni, en ég virðist ennþá vera sama trippið og þegar ég byrjaði- nema nú kann ég sniðugri partýtrix og get læknað þynnku og bömmer eftir kúnstarinnar reglum. Ef það er ekki optimal nýting á menntun, þá veit ég ekki hvað.

Ef ég á að segja bara nokkur orð um Primavera festival, þá verða þau þessi:
* of Montreal voru sniðugir og með meiriháttar show. Mig langaði þarna eitt augnablik að verða gay borderlína.
* Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu margir strákar voru klæddir í "Unknown Pleasures" bol. Joy Division voru frábærir, albúmið rosaflott og allt það, en það er samt megavandræðalegt að vera í eins bol og allir.
* Interpol ó Interpol, sjitt hvað þið eruð alltaf brjálæðislega töff. Ég fékk smá úllíngaveiki og trylltist úr kæti þegar þeir byrjuðu.
* Ég hélt alltaf að bjórinn þarna væri óáfengur og drakk hann í raun bara til að nýrnabilast ekki. En eftiráaðhyggja var ég alltaf rosalega full seint á nóttunni. Og nýrnabilaðist ekki.
* Low voru góð en ég fílaði þau betur á Nasa í dentid. Mögulega út af djöfulsins bresku herfunum fyrir framan okkur sem gátu ekki hætt að tala á meðan á tónleikunum stóð.
* Deerhunter voru ógeðslega skemmtilegir, byrjuðu á uppáhalds laginu mínu og tóku síðan langar og flippaðar gítarloopur- sem siðmenntað fólk gerir ekki á svona stórum tónleikum. Ég kunni hins vegar að meta þessi strákapör.
* Ég veit ekki hvað maður getur sagt um Pulp. Ég er orðlaus. En ég veit það bara að hvert einasta atóm í líkamanum mínum elskar Jarvis Cocker. Meira en allt í alheiminum. Alltaf að eilífu.
* Á leiðinni í metro hittum við ógeðslegan dópsala sem reyndi að selja okkur dóp. Þegar það tókst ekki, þá sýndi hann okkur á sér typpið og sagðist vera besti lover í heimi. Útúrkókaður much?
* Fleet Foxes voru með stórfína þynnkutónlist en ég fattaði það samt fyrir löngu síðan að lögin þeirra eru öll eins. Guðrún var þarna á 3. í festivali búin að gefa út statement þess efnis að hún myndi aldrei framar taka af sér sólgleraugun en þegar við stóðum og virtum fyrir okkur tónleikagestina í kvöldsólinni hlusta á Fleet Foxes, sá ég að það voru allir í kringum okkur jafn sjúskaðir. Sem var ágætis huggun, þá sérstaklega í ljósi þess að sólgleraugunum hennar Guðrúnar var rænt morguninn eftir.
* PJ Harvey kom á óvart. Ég átti von á því að hún myndi mæta eins og grýla á sínum endalausa bömmer og æla yfir allt og alla af frústrasjón, en hún var bara svo ósköp falleg og söng blítt eins og engill.
* Ég er kannski algjör bozo, en ég fatta ekki Animal Collective. Mér fannst þetta bara skrípalæti og stökk yfir á annað svið að sjá Pissed Jeans. Hahahæ hvað það var hressilega sleezy punkrock.
* Og Dj Shadow getur fokkað sér.
* Við Guðrún og Gaui tókum svo sköllsunnudagana upp á nýtt level og héldum kampavíns-sköllsunnudag á þaksvölunum hjá okkur. Ég held að maður snúi ekkert aftur í hversdagsleikann eftir þannig glysrokk.

Sáum líka allskonar meira skemmtilegt og sniðugt, en þetta er orðið dáldið meira en nokkur orð í bili. Fyrir þá sem hafa áhuga, þá segir youtube meira en trilljón orð. Hvað gerðu sveitalæknar eiginlega á kvöldin áður en youtube kom til sögunnar?

anna skvísindakona @ 14:22 |