anna skvísindakona | |
föstudagur, 11. nóvember 2011
Ó nó, ef rétt reynist að maður sé það sem maður borðar, þá er ég spítalamatur.
fimmtudagur, 3. nóvember 2011
Þrátt fyrir að hafa lítinn áhuga á þessum málaflokki, var ég dregin inn í mjög heitar umræður um hvað er dýrt að vera með krakka á leikskóla og ennþá dýrara hjá dagmömmu. Og ég er alveg sammála, það er mjög dýrt.
Reyndar sá ég í hendi mér að ég gæti keypt Dior sólgleraugu fyrir jafnvirði mánaðar á leikskóla. Sem ég gerði auðvitað. Í næsta mánuði ætla ég að kaupa skó í Kron eða fara í spa. Ég held að þetta medicinedæmi eigi alveg eftir að ganga upp.
miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Ef bara þessir medicinemánuðir líða jafn hratt og kirurgiumánuðirnir mínir gerðu, þá hlýt ég að þrauka veturinn. Ég sé ekki alveg í fljótu bragði hvernig á tækla þetta, það er ekki til nóg kaffi á öllum spítalanum og ég er strax orðin hálf spastísk af frústrasjón. Ég ætla ekki að segja hver það var, en einhver á heimilinu tók barnalegt hysteríukast og kastaði sér í gólfið þegar hún kom heim af spítalanum í gær. Þó hún sé á langtum skásta teyminu á öllu medicine. Kannski maður ætti bara að fight fire with fire og tækla medicine með medicine- skál í botn!
Hin leiðin er að láta þetta allt bitna á visakortinu mínu. Sú aðferð hefur reyndar aldrei brugðist. Svo verður maður bara að vera glúrinn og láta sér detta eitthvað sniðugt í hug. Sjáum hvað setur.
|
|
|