anna skvísindakona

laugardagur, 17. desember 2011

Úff, ég slysaðist inn á English pub í gær. Aldrei hefði mig grunað að það væri svona mikið til af ungu fólki með bjúg og ömurlegt hár.

anna skvísindakona @ 20:41 |

sunnudagur, 11. desember 2011

Ég stóð alltaf í þeirri trú að þegar maður færi að taka næturvaktir á spítalanum, þá ætti maður von á alls konar hanky panky í vaktherbergjunum. Læknaþættirnir í sjónvarpinu hafa allavega gefið það mjög sterklega til kynna.
En ég get því miður ekki sagt að ég hafi orðið vör við neitt slíkt. Þessir prúðu medicinerar stunda kannski ekki svoleiðis ósóma. Það er þá bara þeim mun meira að hlakka til þegar ég fer aftur á kirurgiu. Ógvuð ef bara tíminn hættir að vera stopp á medicine!

Skvísindakonan mælir með:
* Trufflunum í Ikea. Svíagrýlan sér sko til þess að maður geti lifað hátt með litlum tilkosnaði. Gvuð hvað ég fíla mig sem lekkera hefðardömu þegar ég skála í kaffi og trufflum- eða vino og trufflum ef mikið stendur til.
* Kertunum í Tiger. Þau eru til í öllum regnbogans litum og það er aldeilis hægt að sprella upp stofuna með þeim núna í skammdeginu.
* Happy hour í Baðstofunni í Laugum. Ódýrt sprútt og karlmenn á sundskýlum er combo sem fyllir mig þeirri trú að Guð sé til og hann sé góður.
* Augnleppunum frá YSL, en ég hef reyndar óstaðfestar heimildir um að það sé hætt að framleiða þá. Þess vegna ætla ég að stasha þeim upp eins og það sé að koma heimstyrjöld. Þessir leppar geta læknað væga til miðlungsalvarlega ljótu, þ.m.t. vaktaþynnku, mánudagsveiki, grátbólgin augu og prófaljótu. Hvurslags illfygli tekur eiginlega svoleiðis dýrðlega nytjavöru af markaði?

anna skvísindakona @ 00:20 |