anna skvísindakona

fimmtudagur, 26. janúar 2012

Ein vinkona mín reyndi nýlega að aggitera fyrir því að við ættum að vera duglegri að nota hárlakk og leggja þannig okkar af mörkunum til global warming og vera fabulous í leiðinni. Að sjálfsögðu tekur maður þátt í þannig brilliant geimi.

Því miður get ég ekki séð að þetta átak hennar hafi skilað okkur nokkuð betra veðri. Reyndar fór að hlýna merkilega í svefnherberginu hennar skömmu eftir að hún hóf átakið og má þá kannski segja að árangur hafi náðst í local warming. Sem er byrjun í sjálfu sér...

anna skvísindakona @ 02:43 |

sunnudagur, 8. janúar 2012

Þessa dagana undirbý ég sérnám í framtíðinni með því að horfa á dvd með sænskum texta og pikka þannig upp sænskuna.

Eftir að hafa legið í leti um helgina og horft á Sex And The City sé ég fram á að verða sérnámslæknir með mjög áhugaverðan orðaforða.

anna skvísindakona @ 16:18 |

sunnudagur, 1. janúar 2012


Bless 2011. Ef þau væru bara öll eins og þú....

anna skvísindakona @ 14:30 |