anna skvísindakona

laugardagur, 21. apríl 2012

Það er kannski bara ágætt að það sé ekki til blávín og grænvín, af því að þá væru allir líklegast fullir alla daga.

anna skvísindakona @ 08:17 |

miðvikudagur, 18. apríl 2012

Ég lenti á meiriháttar trúnó á hótelbarnum á Nordica nýlega. Það hefur sína kosti að fara á trúnó á hótelbörum. Þar eru allir útlendingar og skilja ekkert, jafnvel þó að maður tali hátt og snjallt.

anna skvísindakona @ 00:33 |

þriðjudagur, 10. apríl 2012

Freudisk analysa dagsins: Innra með hverjum og einum sundlaugarstarfsmanni býr lítið hjarta sem þráir ekkert heitara en að láta húðskamma sig.

Skvísindakonan mælir með:
* Glowsticks- kosta bara slikk í Tiger. Ha? What? Já, þú last rétt. Þegar maður býr sig undir Happy Mondays tónleika, þá þarf maður að læra að swinga glowstickunum. Og svo er líka síðasti séns að ná góðum effectum áður en myrkrið hverfur fyrir miðnætursól. Og þá fattar maður bara upp á nýjum trixum.
* Shocking maskaranum frá YSL. Niðurstaðan úr augnhárasprellinu var að góður maskari er mikil blessun. Og með Shocking er maður eins og disneyprinsessa.
* Borgen. Ó lord hvað Danirnir eru flinkir í góðu drama.


anna skvísindakona @ 23:12 |